Leiðbeiningar

Hvernig virkar Tiki Toss?

Hvernig á að setja upp Tiki Toss?

1. Settu opna krókinn (hook) í viðeigandi gat á miðju spjaldinu.

2. Notaðu skrúfur eða teip og hengdu spjaldið upp í 120-150 cm hæð.

3. Hengdu lokaða krókinn (eye hook) í loftið í sirka 90-180 cm frá spjaldinu, því lengra í burtu - því erfiðara (á ekki við Deluxe útgáfurnar).

4. Settu hringinn á opna krókinn (hook) og þræddu bandið í gegnum lokaða krókinn (eye hook)

5. Togaðu bandið svo það verði temmilega strekkt, ekki of strekkt.

6. Settu smelluna sem fylgir með upp við lokaða krókinn (eye hook). Ef slaknar á bandinu með tímanum er einnig hægt að setja nýjan hnút á hringnum sjálfum. 

 

 

Myndbandið sýnir hvað er átt við í lýsingu hér að ofan:

Hvernig á að meðhöndla bambus?

Innandyra

1. Reglulega þurrka af með rökum klút og láta þorna.

2. Bera jarðolíu á bambusinn og strjúka létt yfir.

Utandyra

1. Reglulega þurrka af með rökum klút og láta þorna.

2. Ef skítur eða mygla hefur myndast, nuddið af með hrjúfu hliðinni á svamp og látið þorna.

3. Verjið bambusinn með vörn að eigin vali.